Segir vanta baráttu í Verstappen

Max Verstappen er í krísu.
Max Verstappen er í krísu. AFP/Andrej Isakovic

Fyrr­ver­andi Formúlu 1 heims­meist­ar­inn Jacqu­es Vil­leneu­ve seg­ir Max Verstapp­en vera ólík­an sjálf­an sér þessa dag­ana en Hol­lend­ing­ur­inn hef­ur fengið færri stig en helsti keppi­naut­ur hans, Lando Norr­is, í þrem­ur keppn­um í röð.

Eft­ir sum­ar­fríið í Formúlu 1 hef­ur Norr­is saxað all­veru­lega á Verstapp­en og nú er mun­ur­inn 59 stig á milli ökuþór­anna þegar sjö keppn­ir eru eft­ir.

Í Aser­baís­j­an um helg­ina ræsti Norr­is fimmtándi, níu sæt­um aft­ar en Verstapp­en, en tókst samt sem áður að enda fyr­ir fram­an heims­meist­ar­anna í fjórða sæti. Vil­leneu­ve seg­ir Verstapp­en ekki berj­ast fyr­ir stig­un­um eins og hann er van­ur.

„Max hef­ur virkað dauf­ur í und­an­förn­um keppn­um. Hann er ekki grimm­ur í braut­inni og berst ekki af krafti. Meira að segja í tal­stöðinni, við heyr­um varla í hon­um. Eitt­hvað hef­ur breyst“, sagði Kan­adamaður­inn sem varð heims­meist­ari árið 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert