Hamilton glímdi við þunglyndi

Lewis Hamilton opnar sig um þunglyndi.
Lewis Hamilton opnar sig um þunglyndi. AFP/Mohd Rasfan

Lew­is Hamilt­on, sjö­fald­ur heims­meist­ari í Formúlu 1, hef­ur opnað sig um þung­lyndi sem hann glímdi við. Hamilt­on var lagður í einelti í grunn­skóla sam­hliða því að upp­lifa mikla pressu í kapp­akstr­in­um.

„Ég hef glímt við geðheilsu mína í gegn­um árin. Ég fékk þung­lyndi þrett­án ára gam­all og átti nokk­ur erfið ár á þrítugs­aldri líka,“ sagði Hamilt­on við The Times.

Hamilt­on var fyrsti svarti ökuþór­inn í sögu Formúlu 1 þegar hann skaust á stjörnu­him­in­inn ein­ung­is 21 árs gam­all.

„Maður lær­ir á sjálf­an sig, það sem ég erfði frá for­eldr­um mín­um og mynstr­in sem ég þarf að gæta mig á. Ég hef fleiri úrræði í dag,“ sagði hinn 39 ára gamli Hamilt­on sem enn er í fullu fjöri.

Hamilt­on mun yf­ir­gefa Mercedes-liðið og keyr­ir fyr­ir Ferr­ari á næsta tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert