Bretinn setur pressu á heimsmeistarann

Lando Norris.
Lando Norris. AFP/Miguel Schincariol

Breski ökuþór­inn Lando Norr­is bar sig­ur úr být­um í sprett­keppni helgar­inn­ar í bras­il­íska kapp­akstr­in­um.

Norr­is, sem keyr­ir fyr­ir McLar­en, sat alla keppn­ina í öðru sæti al­veg þar til í lok­in. Oscar Pi­astri, liðsfé­lagi Norr­is, leyfði Bret­an­um að aka fram úr og taka þar með fyrsta sætið.

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en ræsti fjórði en náði að kom­ast fram­hjá Char­les Leclerc og hafnaði þar með í þriðja sæti. 

Leclerc og Car­los Sainz, öku­menn Ferr­ari, komu á eft­ir Verstapp­en í fjórða og fimmta sæti.

Tíma­tak­an fyr­ir keppn­ina á morg­un fer fram klukk­an 18 í dag. 

Upp­fært: 

Eft­ir keppni fékk Verstapp­en fimm sek­úndna refs­ingu sem þýðir að Leclerc end­ar í þriðja sæti en Hol­lend­ing­ur­inn í því fjórða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert