Piastri á pól í sprettkeppni helgarinnar

Oscar Piastri verður á ráspól í sprettkeppni dagsins.
Oscar Piastri verður á ráspól í sprettkeppni dagsins. AFP/Nelson Almeida

Oscar Pi­astri, ökuþór McLar­en, verður á rá­spól í sprett­keppni helgar­inn­ar í Sao Pau­lo kapp­akstr­in­um sem fer fram í Bras­il­íu þessa helg­ina.

Pi­astri var 0.029 sek­únd­um á und­an liðsfé­laga sín­um hjá McLar­en, Lando Norr­is, sem þýðir að það verður app­el­sínu­gul fremsta rá­slína í sprett­keppn­inni í dag.

Char­les Leclerc hjá Ferr­ari varð þriðji og heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en fjórði.

Bar­átt­an um heims­meist­ara­titil­inn er hörð en Max Verstapp­en er efst­ur með 362, 47 stig­um á und­an Norr­is sem er næst­ur með 315 stig. Þá er Char­les Leclerc ennþá inni í mynd­inni með 291 stig í þriðja sæti.

Sprett­keppn­in fer fram í dag sem og tíma­tök­ur fyr­ir kapp­akst­ur morg­undags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert