Bretinn á ráspól í Las Vegas

George Russell byrjar á ráspól á morgun.
George Russell byrjar á ráspól á morgun. AFP/MARK THOMPSON

Breski ökuþór­inn Geor­ge Rus­sell byrj­ar á rá­spól í Formúlu 1 kapp­akstr­in­um í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um.

Rus­sell, sem keyr­ir fyr­ir Mercedes, var hraðast­ur allra í tíma­tök­um. Spán­verj­inn Car­los Sainz, sem ekur fyr­ir Ferr­ari, ræs­ir ann­ar og Frakk­inn Pier­re Gas­ly þriðji.

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn og sá sem leiðir heims­meist­ara­mót ökuþóra, Max Verstapp­en, byrj­ar í fimmta sæti. Lando Norr­is, sem sit­ur í öðru sæti í heims­meist­ara­móti ökuþóra, ræs­ir sjötti.

Kapp­akst­ur­inn fer fram klukk­an 06.00 að ís­lensk­um tíma á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert