Bretinn á ráspól í Las Vegas

George Russell byrjar á ráspól á morgun.
George Russell byrjar á ráspól á morgun. AFP/MARK THOMPSON

Breski ökuþórinn George Russell byrjar á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Russell, sem keyrir fyrir Mercedes, var hraðastur allra í tímatökum. Spánverjinn Carlos Sainz, sem ekur fyrir Ferrari, ræsir annar og Frakkinn Pierre Gasly þriðji.

Ríkjandi heimsmeistarinn og sá sem leiðir heimsmeistaramót ökuþóra, Max Verstappen, byrjar í fimmta sæti. Lando Norris, sem situr í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökuþóra, ræsir sjötti.

Kappaksturinn fer fram klukkan 06.00 að íslenskum tíma á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert