Bretinn Lando Norris, sem keyrir fyrir McLaren, kom fyrstur í mark í fyrstu Formúlu 1-keppni ársins í Ástralíu í nótt.
Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom næstur í mark, aðeins 0,8 sekúndum á eftir Norris.
George Russell, ökuþór Mercedes, hafnaði síðan í þriðja sæti og Kimi Antonelli, liðsfélagi Russell og nýliði, endaði í fjórða sæti í sinni fyrstu keppni.
Lewis Hamilton þurfti að sætta sig við tíunda sætið í fyrstu keppninni sinni fyrir Ferrari en liðsfélagi hans Charles Leclerc endaði í áttunda sæti.