Bretinn vann fyrstu keppni ársins

Lando Norris gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu keppni …
Lando Norris gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu keppni ársins. AFP/Saeed Khan

Bret­inn Lando Norr­is, sem keyr­ir fyr­ir McLar­en, kom fyrst­ur í mark í fyrstu Formúlu 1-keppni árs­ins í Ástr­al­íu í nótt.

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en kom næst­ur í mark, aðeins 0,8 sek­únd­um á eft­ir Norr­is.

Geor­ge Rus­sell, ökuþór Mercedes, hafnaði síðan í þriðja sæti og Kimi Ant­onelli, liðsfé­lagi Rus­sell og nýliði, endaði í fjórða sæti í sinni fyrstu keppni.

Lew­is Hamilt­on þurfti að sætta sig við tí­unda sætið í fyrstu keppn­inni sinni fyr­ir Ferr­ari en liðsfé­lagi hans Char­les Leclerc endaði í átt­unda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert