Ástralinn fyrstur í mark í Kína

Þetta er þriðji sigur Oscar Piastri á ferlinum.
Þetta er þriðji sigur Oscar Piastri á ferlinum. AFP/Hector Retamal

Ástralinn Oscar Piastri, sem keyrir fyrir McLaren, bar sigur úr býtum í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1 í morgun.

Liðsfélagi Piastri, Lando Norris, kom annar í mark en hann vann ástralska kappaksturinn síðustu helgi.

George Russell, ökuþór Mercedes, hafnaði í þriðja sæti og ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen kom á eftir honum í fjórða sæti.

Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Lewis Hamilton enduðu í fimmta og sjötta sæti. 

Uppfært: 

Charles Leclerc, Lewis Hamilton og Pierre Gasly hafa allir verið dæmdir úr leik eftir keppnina. Dómarar mótsins dæmdu bíla þeirra ólöglega eftir keppni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka