Nýsjálendingurinn Liam Lawson hefur verið látinn fara frá Formúlu 1-liði Red Bull eftir aðeins tvær keppnir.
Lawson kom til Red Bull í stað Sergio Pérez eftir síðasta tímabil en entist aðeins í tvær keppnir. Japaninn Yuki Tsunoda mun taka sætið hans Lawsons og Lawson verður færður niður í systralið Red Bull, Racing Bulls.
Lawson féll úr leik í fyrstu keppni ársins í Ástralíu og hafnaði í tólfta sæti í annarri keppni í Kína.
BBC greinir frá að ákvörðunin hafi komið flestum í opna skjöldu, enda óvanalegt að lið skipti um ökuþór eftir aðeins tvær keppnir.