Látinn fara eftir aðeins tvær keppnir

Liam Lawson entist ekki lengi hjá Red Bull.
Liam Lawson entist ekki lengi hjá Red Bull. AFP/Jade Gao

Ný­sjá­lend­ing­ur­inn Liam Law­son hef­ur verið lát­inn fara frá Formúlu 1-liði Red Bull eft­ir aðeins tvær keppn­ir.

Law­son kom til Red Bull í stað Sergio Pér­ez eft­ir síðasta tíma­bil en ent­ist aðeins í tvær keppn­ir. Jap­an­inn Yuki Tsunoda mun taka sætið hans Law­sons og Law­son verður færður niður í systr­alið Red Bull, Rac­ing Bulls.

Law­son féll úr leik í fyrstu keppni árs­ins í Ástr­al­íu og hafnaði í tólfta sæti í ann­arri keppni í Kína.

BBC grein­ir frá að ákvörðunin hafi komið flest­um í opna skjöldu, enda óvana­legt að lið skipti um ökuþór eft­ir aðeins tvær keppn­ir.

Liam Lawson
Liam Law­son AFP/​Greg Baker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert