Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, byrjar á ráspól í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun.
Verstappen var hraðastur allra í tímatökunum en Lando Norris, sem keyrir fyrir McLaren, byrjar annar eftir að vera aðeins 0,012 sekúndum á eftir Verstappen.
Samherji Norris, Oscar Piastri, er síðan sá þriðji og Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, ræsir fjórði.
George Russell og Kimi Antonelli, ökumenn Mercedes, eru í fimmta og sjötta sæti og goðsögnin Lewis Hamilton ræsir áttundi.