Heimsmeistarinn á ráspól

Max Verstappen byrjar fremstur í Japan á morgun.
Max Verstappen byrjar fremstur í Japan á morgun. AFP/Philip Fong

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en, sem keyr­ir fyr­ir Red Bull, byrj­ar á rá­spól í jap­anska kapp­akstr­in­um í Formúlu 1 á morg­un.

Verstapp­en var hraðast­ur allra í tíma­tök­un­um en Lando Norr­is, sem keyr­ir fyr­ir McLar­en, byrj­ar ann­ar eft­ir að vera aðeins 0,012 sek­únd­um á eft­ir Verstapp­en.

Sam­herji Norr­is, Oscar Pi­astri, er síðan sá þriðji og Char­les Leclerc, ökuþór Ferr­ari, ræs­ir fjórði.

Geor­ge Rus­sell og Kimi Ant­onelli, öku­menn Mercedes, eru í fimmta og sjötta sæti og goðsögn­in Lew­is Hamilt­on ræs­ir átt­undi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert