„Lið eru að þjást“

Luis Enrique á hliðarlínunni í gær.
Luis Enrique á hliðarlínunni í gær. AFP/HARRY HOW

Luis Enrique, stjóri Par­ís SG, er ekki sátt­ur með leiktíma liðsins á heims­meist­ara­móti fé­lagsliða vegna mik­ils hita í Banda­ríkj­un­um.

Par­ís SG vann sann­fær­andi 4:0-sig­ur gegn Atlético Madrid í gær­kvöld í mikl­um hita í Los Ang­eles.

Til þess að Evr­ópu­bú­ar gætu fylgst með leikn­um hófst hann klukk­an 12.00 í Los Ang­eles en í sól­inni náði hit­inn næst­um því 40 gráðum.

„Hit­inn hafði klár­lega áhrif á leik­inn. Tíma­setn­ing­in hent­ar evr­ópsk­um áhorf­end­um vel en liðin eru að þjást. Það er ómögu­legt að spila á háu stigi í 90 mín­út­ur,“ sagði Enrique í viðtali eft­ir leik.

Par­ís SG mæt­ir Bota­fogo í næsta leik en leik­ur­inn fer fram klukk­an 18.00 að banda­rísk­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert