Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen, ökumaður Red Bull, er á ráspól í breska kappakstrinum í Formúlu 1.
Verstappen var fljótastur allra í tímatökum á Silverstone brautinni. McLaren-mennnirnir Oscar Piastri og Lando Norris ræsa annar og þriðji.
George Russell, ökuþór Mercedes, ræsir fjórði en gamli liðsfélagi hans og ökumaður Ferrari, Lewis Hamilton, byrjar fimmti.
Charles Leclerc, ökumaður Ferrari, byrjar í sjötta sæti á morgun.
Kappaksturinn hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma á morgun.