Heimsmeistarinn á ráspól

Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1.
Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1. AFP/Andrej Isakovic

Ríkj­andi heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en, ökumaður Red Bull, er á rá­spól í breska kapp­akstr­in­um í Formúlu 1.

Verstapp­en var fljót­ast­ur allra í tíma­tök­um á Sil­verst­one braut­inni. McLar­en-mennn­irn­ir Oscar Pi­astri og Lando Norr­is ræsa ann­ar og þriðji.

Geor­ge Rus­sell, ökuþór Mercedes, ræs­ir fjórði en gamli liðsfé­lagi hans og ökumaður Ferr­ari, Lew­is Hamilt­on, byrj­ar fimmti.

Char­les Leclerc, ökumaður Ferr­ari, byrj­ar í sjötta sæti á morg­un.

Kapp­akst­ur­inn hefst klukk­an 14.00 að ís­lensk­um tíma á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert