Vildi vera til staðar fyrir drengina sína

„Mér finnst ég skulda sjálfum mér það að vera í fríi,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Nýtur þess að vera faðir

Alls lék hann 196 leiki í efstu deild og þá lék hann einnig sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð á leikmannaferlinum.

„Ég er fyrst og fremst að njóta þess að vera faðir og fjölskyldumaður í dag,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Ég er með tvo unga drengi og ég vil vera til staðar fyrir þá og sjá þá vaxa og dafna,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert