Rifja upp vítavörslu Hannesar á HM

Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í Moskvu 2018.
Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í Moskvu 2018. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í dag eru sex ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1:1 jafntefli gegn Argentínu Spartak-vellinum í Moskvu í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018.

Sergio Aguero kom Argentínu yfir á 19. mínútu en Alfreð Finnbogason skráði sig nafn sitt í sögubækurnar stuttu síðar með fyrsta marki Íslands á heimsmeistaramóti. Hann og Gylfi Þór Sigurðsson eru ennþá einu leikmenn Íslands til þess að skora mark á HM.

Samfélagsmiðlareikningur heimsmeistaramótsins rifjaði upp eftirminnulegu vítaspyrnuna sem Hannes Þór Halldórsson varði frá engum öðrum en Lionel Messi í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert