Freyr vill landsliðs- og tónlistarmanninn

Logi Tómasson, fyrir miðju, eftir að íslenska A-landsliðið hafði betur …
Logi Tómasson, fyrir miðju, eftir að íslenska A-landsliðið hafði betur gegn því enska fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hefur hafnað tilboði belgíska félagsins Kortrijk í Loga Tómasson.

Tilboðið hljóðaði upp á átta til níu milljónir norskra króna, sem er á bilinu 106 til 119 milljónir íslenskra króna.

Stian André de Wahl, íþróttafréttamaður hjá Nettavisen, greindi frá á X-aðgangi sínum.

Þar segir að Kortrijk, sem Freyr Alexandersson þjálfar, sé nú að íhuga hvort félagið leggi fram nýtt tilboð í vinstri bakvörðinn öfluga.

Logi hefur einnig getið sér gott orð í íslenska tónlistarheiminum þar sem hann gengur undir nafninu Luigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert