Argentína fer vel af stað

Lionel Messi og markvörður Kanada, Maxime Crepeau.
Lionel Messi og markvörður Kanada, Maxime Crepeau. AFP/ Charly Triballeau

Argentína lagði Kanadamenn 2:0 í fyrsta leik Ameríkubikarsins í fótbolta í Atlanta í nótt. Julian Alvarez og Lautaro Martinez skoruðu mörk heimsmeistaranna.

Staðan var markalaus í hálfleik en Alvarez kom Argentínu yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæran undirbúning Lionel Messi og stoðsendingu Alexis MacAllister. Lautaro Martinez skoraði síðara markið eftir sendingu frá Messi og lokatölur voru því 2:0.

Kanadamenn fengu góð færi í leiknum en Jonathan David og Alphonso Davies náðu ekki að gera sér mat úr þeim. Lionel Messi sló met í nótt en hann lék sinn þrítugasta og fimmta leik í Ameríkubikarnum, einum fleiri en Chile-maðurinn Sergio Livingstone.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert