Lærisveinn Freys til Schalke

Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson Ljósmynd/@kvkofficieel

Schalke 04 hefur keypt varnarmanninn Martin Wasinski frá Charleroi í Belgíu. Wasinski, sem er tvítugur, lék á láni hjá Frey Alexanderssyni í Kortrijk á síðasta tímabili.

Schalke er einn af stærstu félögum Þýskalands en hafa verið í miklum vandræðum undanfarin ár og höfnuðu í tíunda sæti næstefstu deildar þýska boltans á tímabilinu. Félagið féll úr efstu deild árið 2021.

Wasinski skrifar undir fjögurra ára samning við Schalke.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert