Strákarnir hans Klopp þjálfa Dortmund

Sahin etur kappi við Fernandinho, þáverandi leikmann Shaktar Donetsk, í …
Sahin etur kappi við Fernandinho, þáverandi leikmann Shaktar Donetsk, í leik með Dortmund. AFP/PATRIK STOLLARZ

Nuri Sahin, nýráðinn þjálfari Borussia Dortmund, hefur ráðið liðsfélaga sinn fyrrverandi, Lukasz Piszczek sem aðstoðarþjálfara. Saman lönduðu þeir þýska meistaratitlinum undir stjórn Jürgen Klopp.

Sahin verður með þrjá aðstoðarþjálfara en auk Pólverjans Piszczek verða þeir Joao Tralhao og Ertugrul Arslan í teyminu. Þeir síðarnefndu unnu með Sahin í tyrkneska liðinu Antalyaspor þar sem Sahin var aðalþjálfari og yfirmaður knattspyrnumála.

Sahin yfirgaf Dortmund fyrir Real Madrid sumarið 2011 eftir sigurinn í deildinni en Piszczek varð eftir og hjálpaði félaginu að landa öðrum titli árið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert