Þjálfarinn talaði við leikmenn á niðrandi hátt

Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby í byrjun mánaðarins eftir mjög erfiða tíma í Þýskalandi en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Danmörku.

Ingibjörg, sem er 26 ára gömul, lék með Duisburg í þýsku 1. deildinni seinni hluta síðasta tímabils en liðið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar með einungis fjögur stig og féll í B-deildina.

„Þessir fyrstu dagar hafa verið góðir og mér líkar lífið ágætlega hérna í Danmörku,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið en samningur hennar við Duisburg féll úr gildi þegar liðið féll í vor og hún tók sér góðan tíma í að finna sér nýtt félag.

Langt frá því að vera gaman

Tímabilið hjá Duisburg var erfitt en liðið vann ekki leik allt tímabilið og tapaði átta leikjum í röð á lokakaflanum í deildinni.

„Það er mjög langt frá því að vera gaman að tapa öllum leikjum og á sama tíma voru leiðtogar innan félagsins sem gerðu þetta mjög erfitt. Andrúmsloftið í heild sinni var bara mjög slæmt. Það ríkti ekki gagnkvæm virðing á milli leikmanna og þjálfarans. Þjálfarinn talaði ekki uppbyggilega við leikmennina heldur á mjög niðrandi hátt. Það er erfitt að ætla sér að ná því besta út úr liðinu þegar andrúmsloftið er svona slæmt, bæði innan sem utan vallar.

Það er auðvitað alltaf slæmt að tapa og allt það en það versta í þessu var það sem gerðist á æfingasvæðinu og samskiptin milli leikja. Sjálfstraustið í liðinu var ekkert og það batnaði ekki við það að þjálfarinn virtist ekki hafa neina trú á liðinu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert