Nagelsmann boðar kynslóðaskipti

Kai Havertz er lykilmaður í þýska liðinu.
Kai Havertz er lykilmaður í þýska liðinu. AFP/Tobias Schwarz

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands í fótbolta, segist ætla að nýta Þjóðadeild Evrópu sem undirbúningsmót fyrir HM 2026. Það gefur yngri leikmönnum lengri tíma til að byggja upp góða liðsheild.

„Ég fæ ekkert út úr því að láta liðið keppa um sigur í Þjóðdeildinni með 35-36 ára gömlum leikmönnum ef aðrir leikmenn skipa liðið á HM eftir tvö ár“, sagði þjálfarinn ungi.

„Þá fá þeir kannski fjóra leiki til að undirbúa sig fyrir lokakeppnina. Þetta höfum við útskýrt fyrir leikmönnum liðsins. Við þurfum að nýta hverja mínútu þó að það þýði aukið álag fyrir okkar lykilmenn“, bætti hann við.

Þjóðverjar unnu Ungverja 5:0 og gerðu 2:2-jafntefli við Hollendinga í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar en meðalaldur þýska liðsins var rúmlega 27 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert