Dramatískt hjá Íslendingaliðinu

Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni í dag. Ljósmynd/Düsseldorf

Düsseldorf og Köln skildu jöfn, 2:2, í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. Stefndi allt í útisigur Köln en Düsseldorf jafnaði í uppbótartíma.

Düsseldorf er í toppsætinu með 14 stig, einu stigi meira en Karlsruher sem er í öðru sæti og á leik til góða.

Eric Martel kom Köln yfir á 21. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Emmanuel Iyoha og var staðan í hálfleik 1:1.

Linton Maina kom Köln aftur yfir á 62. mínútu og stefndi allt í útisigur, þar til Jona Niemiec jafnaði á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með Düsseldorf og Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu.

Í sömu deild vann Hertha Berlín útisigur á Nürnberg, 2:0. Jón Dagur Þorsteinsson lék seinni hálfleikinn með Hertha Berlín. Derry Scherhant og Palkó Dárdai gerðu mörk liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert