Langþráð mark Ásdísar

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði langþráð mark.
Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði langþráð mark. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Lillestrøm hafði betur gegn Lyn, 5:2, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ásdís Karen Halldórsdóttir lék allan leikinn með Lillestrøm og skoraði fyrsta mark liðsins á 32. mínútu er hún jafnaði í 1:1.

Markið var langþráð hjá Ásdísi því hún skoraði síðast í 3:2 sigri liðsins gegn Stabæk 15. maí. Hún hefur gert þrjú mörk á tímabilinu. Lillestrøm er í fjórða sæti með 38 stig eftir 21 leik.

Rosenborg mátti þola tap á útivelli gegn Kolbotn, 2:1. Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 61 mínútuna fyrir Rosenborg, sem er í þriðja sæti með 40 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert