Viðar segir aðgerðina hafa gengið vel

Viðar Ari Jónsson.
Viðar Ari Jónsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Viðar Ari Jónsson fór í aðgerð í gær en vængmaðurinn kjálkabrotnaði á fjórum stöðum í leik með HamKam um helgina og missti tönn að auki.

Viðar segir í samtali við heimasíðu HamKam að aðgerðin hafi gengið vel og kjálkinn hafi verið settur saman.

„Mér líður ágætlega. Mér hefur að sjálfsögðu liðið betur en ég finn að allt er komið á sinn stað eftir aðgerðina. Ég er þreyttur og verkjaður en mér batnar hægt og rólega“ sagði Viðar Ari frá sjúkrarúminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert