Óvænt fyrsta tap Barcelona

Barcelona tapaði óvænt í kvöld.
Barcelona tapaði óvænt í kvöld. AFP/Cesar Manso

Barcelona tapaði óvænt sínum fyrstu stigum á leiktíðinni í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld er liðið heimsótti Osasuna. Urðu lokatölur 4:2, heimamönnum í vil.

Þrátt fyrir tapið er Barcelona í toppsætinu með 21 stig, fjórum stigum meira en Real Madrid sem á leik til góða.

Ante Budimir og Bryan Zaragoza komu Osasuna í 2:0 í fyrri hálfleik, áður en Pau Victor minnkaði muninn í 2:1.

Budmir gerði sitt annað mark og þriðja mark Osasuna á 72. mínútu með marki úr víti og Abel Bretones skoraði fjórða markið á 85. mínútu.

Lamine Yamal lagaði stöðuna fyrir Barcelona á 89. mínútu en nær komst stórliðið ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert