Langþráður leikur landsliðsmannsins

Guðlaugur Victor Pálsson fékk loksins að spila fyrir Plymouth.
Guðlaugur Victor Pálsson fékk loksins að spila fyrir Plymouth. Ljósmynd/Alex Nicodim

Plymouth mátti þola tap, 1:0, á útivelli gegn Burnley í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth í fyrsta skipti frá því í stóru tapi, 4:0, gegn Sheffield Wednesday 1. ágúst.

Landsliðsmaðurinn lék sem hægri bakvörður í leiknum og gerði það fram að 81. mínútu er hann var tekinn af velli.

Plymouth, sem Wayne Rooney þjálfar, er í 17. sæti með átta stig eftir átta leiki. Sunderland er á toppnum með 18 stig eftir sigur á nýliðum Derby, 2:0, í kvöld. Burnley er einu stigi á eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert