Ronaldo hættur að eltast við met

Cristiano Ronaldo í leik með Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Cristiano Ronaldo í leik með Al-Nassr í Sádi-Arabíu. AFP/Fayez Nureldine

Portúgalska knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo segist hættur að eltast við að slá einstaklingsmet.

Ronaldo hefur þegar slegið urmul þeirra og er til að mynda markahæsti landsliðskarl sögunnar, markahæstur í sögu Meistaradeildar Evrópu og er eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 900 mörk í opinberum leikjum á ferlinum.

„Það er mér ekki mikilvægt lengur hvort ég sé bestur eður ei, núna er mér alveg sama um það. Það er gott fyrir leikmann að skora mörk en fyrir mér er það betra þegar liðið vinnur.

Ég er vanur því að slá met en ég er ekki lengur að leitast eftir því. Það mikilvægasta fyrir mig núna er að hjálpa Al-Nassr og liðsfélögum mínum að vinna,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir portúgalska markahróknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert