Bann Pogba stytt umtalsvert

Paul Pogba er frjálst að snúa aftur á völlinn í …
Paul Pogba er frjálst að snúa aftur á völlinn í mars. AFP/Marco Bertorello

Alþjóðaíþrótta­dóm­stóll­inn, CAS, hefur stytt fjögurra ára bannið sem franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba var úrskurðaður í byrjun árs niður í 18 mánuði.

Pogba áfrýjaði fjögurra ára banninu sem ítalska lyfjaeftirlitið úrskurðaði hann í, eftir að um­fram­magn af karlhorm­ón­inu testosteróni fannst í blóði hans. Pogba er leikmaður Juventus á Ítalíu.

Miðjumanninum er núna frjálst að leika með liðinu frá og með mars á næsta ári.

Hann á að baki tæp­lega 300 deilda­leiki með Ju­vent­us og Manchester United á ferl­in­um, ásamt því að leika 91 lands­leik fyr­ir Frakk­land þar sem hann varð heims­meist­ari árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert