Guðrún sænskur meistari í þriðja sinn

Guðrún Arnardóttir er sænskur meistari í fótbolta.
Guðrún Arnardóttir er sænskur meistari í fótbolta. Ljósmynd/Alex Nicodim

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru sænskir meistarar í fótbolta eftir sigur á Íslendingaliðinu Kristianstad á heimavelli í kvöld, 2:1. Guðrún lék allan leikinn að vanda.

Tímabil Rosengård hefur verið fullkomið til þessa, því liðið hefur unnið alla 22 leiki sína hingað til og er með 83 mörk í plús, tæplega 40 mörkum meira en næsta lið.

Getur Häcken ekki lengur náð Rosengård, þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir af deildinni.

Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir léku allan leikinn með Kristianstad, en Hlín Eiríksdóttir var ekki með. Kristianstad er í fjórða sæti með 42 stig.

Guðrún gekk í raðir Rosengård árið 2021 og varð einnig meistari sama ár og aftur ári síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert