Íslendingarnir máttu þola slæmt tap

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Düsseldorf í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Düsseldorf í dag. Ljósmynd/Düsseldorf

Fortuna Düsseldorf tapaði illa á heimavelli fyrir Hamburger SV í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag en lokatölur urðu 3:0 fyrir Hamburger SV.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Dusseldorf og Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu 78 mínúturnar og náði að krækja sér í gult spjald á 35. mínútu.

Jean-Luc Dompe skoraði fyrsta markið fyrir Hamburger SV áður en Robert Glatzel bætti við tveimur mörkum undir lok leiks. Í millitíðinni hafði Giovanni Haag, miðjumanni Düsseldorf, verið vikið af velli með rautt spjald.

Eftir leikinn er Düsseldorf ennþá á toppi deildarinnar með 17 stig eftir átta leiki en Hamburger SV er komið upp í 5. sæti með 15 stig einnig eftir átta leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert