Í tíu leikja bann fyrir kynþáttaníð

Marco Curto var úrskurðaður í tíu leikja bann.
Marco Curto var úrskurðaður í tíu leikja bann. Ljósmynd/Cesena

Ítalski knattspyrnumaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann af FIFA fyrir kynþáttaníð í garð Hee-chan Hwang framherja Wolves.

Fimm af leikjunum tíu eru skilorðsbundnir í tvö ár. Curto, sem er nú að láni hjá Cesena í heimalandinu frá Como, gerðist sekur um níðið í vináttuleik Como og Wolves á Marbella í júlí.

Knattspyrnusamband Suður-Kóreu hafði samband við FIFA vegna atviksins. Sky segir forráðamenn Wolves sátta við niðurstöðuna, en Como gerði lítið úr því strax í kjölfarið.

Samkvæmt Curto sjálfum sagði hann við samherja að Hwang væri eins og Jackie Chan og hafði því ekki beint níðinu beint að leikmanninum sjálfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert