Viðurkennir að Haaland fái sérmeðferð

Erling Haaland fær sérmeðferð.
Erling Haaland fær sérmeðferð. AFP/Joe Klamar

Erling Haaland, skærasta stjarna norska landsliðsins í fótbolta og leikmaður Manchester City, fær sérmeðferð þegar hann leikur fyrir landslið þjóðar sinnar.

Þetta viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken í samtali við VG í heimalandinu, en á meðal þess sem Haaland tekur með sér í landsliðsverkefni er sinn eigin sjúkraþjálfari.

„Hann fær aðeins öðruvísi meðferð og fær að taka með sér sjúkraþjálfara. Það myndi aldrei ganga upp ef allir væru með sinn eigin sjúkraþjálfara og er það almennt bannað,“ sagði Solbakken.

„Erling er vél sem spilar 50-60 leiki á ári. Hann spilar meira en flestir og hann þarf að halda líkamanum í lagi. Hinir leikmennirnir skilja þetta vel,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert