Klopp til liðs við Red Bull

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull.

BBC greinir frá þessu en þar segir að Klopp muni taka til starfa 1. janúar 2025. 

„Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni gæti ég ekki verið spenntari fyrir því að taka þátt í verkefni eins og þessu,“ segir Klopp, sem sagði skilið við Liverpool eftir síðustu leiktíð, eftir níu ára starf.

Orkudrykkjamerkið Red Bull á RB Leipzig í þýsku Bundesligunni, austurríska liðið Red Bull Salzburg og bandaríkska liðið New York Red Bulls, auk brasilíska liðsins Red Bull Bragantino.

Red Bull segir að Klopp muni ekki taka þátt í daglegum rekstri heldur verður hann ráðgjafi varðandi þjálfun og leikhugmyndafræði og muni sjá um þróun og kaup á ungum leikmönnum.

„Klopp er einn af stærstu og áhrifamestu persónum heimsknattspyrnunnar. Í hlutverki sínu sem yfirmaður knattspyrnumála mun hann breyta leik okkar fyrir þátttöku okkar í alþjóðlegri knattspyrnu og áframhaldandi þróun hennar,“ segir Oliver Mintzlaff, framkvæmdastjóri fyrirtækjaverkefna og fjárfestinga hjá Red Bull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert