Kæmi á óvart ef Gylfi spilar erlendis á næstunni

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Eyþór

Freyr Alexandersson, þjálfari belgíska knattspyrnufélagsins Kortrijk, á ekki von á því að Gylfi Þór Sigurðsson muni spila erlendis á næstunni.

Gylfi, sem er 35 ára gamall, var meðal annars sterklega orðaður við Kortrijk þegar Freyr tók við þjálfun belgíska A-deildarfélagsins í janúar á þessu ári.

Á von á barni

Freyr þekkir Gylfa vel en hann fékk landsliðsmanninn til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn eftir tveggja ára fjarveru síðasta haust.

„Hann er að fara að eignast sitt annað barn núna á næstu dögum og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kæmi það mér á óvart ef hann myndi spila erlendis á næstunni,“ sagði Freyr í samtali við mbl.is.

„Ég hef í raun ekkert rætt við hann um að koma til Kortrijk síðan ég tók bara við í janúar. Samband okkar hefur alltaf verið gott og ef ég heyri í honum þá er það bara gamla góða spjallið um daginn og veginn, ekki til þess að reyna að sannfæra hann um að koma til Belgíu,“ bætti Freyr við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert