Albert Guðmundsson þurfti að fara af velli eftir aðeins níu mínútur í útileik Fiorentina gegn Lecce í ítölsku A-deildinni í fótbolta.
Brotið var á Alberti sem fann til aftan í læri og lagðist síðan niður á grasið. Hann gat svo ekki haldið leik áfram og þurfti að fara af velli.
Ekki er ljóst hversu lengi Albert verður frá en hann missti af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Var þetta aðeins fjórði leikur hans í deildinni en hann hafði skorað þrjú mörk í fyrstu þremur.