Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Slóveníu og Kasakstan í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu um miðjan nóvember.
Ödegaard, sem er fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sneri til baka á æfingar með Lundúnaliðinu í dag og gæti tekið þátt í leik Arsenal gegn Inter Mílanó í deildarkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld.
Hann var hins vegar ekki valinn í norska landsliðshópinn.
„Ég tala við Martin á hverjum degi, við útilokum hann ekki alveg en hann verður að vera reiðubúinn. Eins og er getur hann ekki verið með,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi í dag.
Ödegaard er búinn að vera frá í rúma tvo mánuði en hann meiddist í landsleik með Noregi í september.
Arsenal hefur saknað fyrirliða síns mikið en liðið hefur aðeins unnið eitt af síðustu níu stigum í deildinni og er sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.
Hins vegar eru leikir Noregs gegn Slóveníu og Kasakstan einkum mikilvægir.
Norska liðið er með sjö stig í Þjóðadeildinni, jafnmörg og Austurríki og Slóvenía og tryggir sér annað af efstu tveimur sætum riðilsins með því að vinna síðustu tvo leikina.