Xabi Alonso, knattspyrnustjóri karlaliðs Þýsakalandsmeistara Bayer Leverkusen, mun yfirgefa félagið að yfirstandandi tímabili loknu.
Spænski miðilinn Eurosport greinir frá en þar kemur fram að Real Madrid sé líklegasti áfangastaður Spánverjans.
Alonso gerði Leverkusen að Þýskalandsmeisturum í vor, fyrsta skipti sem annað lið en Bayern München hefur unnið í ellefu ár.
Þá vann Leverkusen einnig þýska bikarinn og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Leverkusen hefur hins vegar ekki farið eins vel af stað á yfirstandandi tímabili og er í fjórða sæti þýsku deildarinnar.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, á eitt ár eftir af samningi sínum í höfuðborg Spánar og þykir líklegra með hverjum degi að Alonso, sem er goðsögn hjá félaginu, verði arftaki hans.