Heimir: Áttum skilið smá heppni

Heimir Hallgrímsson ásamt John O'Shea aðstoðarþjálfara.
Heimir Hallgrímsson ásamt John O'Shea aðstoðarþjálfara. Ljosmynd/Írska knattspyrnusambandiö

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Írlands í knattspyrnu, var kátur eftir 1:0-sigur á Finnlandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu í gærkvöldi.

„Þessi hópur átti skilið smá heppni. Við höfum verið óheppnir í langan tíma. Mér fannst við aðeins heppnir. Finnland skaut tvisvar í stöng og þetta var ekki mjög fallegt á köflum.

Þetta var örugglega með skemmtilegri 1:0-leikjum. Það var töluvert um færi, aðeins of mikið fyrir minn smekk, en það er alltaf ánægjulegt að vinna leiki,“ sagði Heimir í samtali við RTÉ eftir leik.

Næst heimsækir Írland nágranna sína í Englandi í lokaumferð 2. riðils B-deildar. Heimir hlakkar til þess verkefnis.

„Þeir munu þurfa á sigri að halda til þess að vinna riðilinn. Við munum gera okkur allra besta í þeim leik,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert