Reyndust íslenska liðinu erfiðar

Íslenska U19 kvennalandsliðið.
Íslenska U19 kvennalandsliðið. Ljósmynd/KSÍ

U19 ára landslið Íslands mátti þola tap frá jafnöldrum sínum frá Spáni, 3:0, í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu í Murcia í dag. 

Ísland er í þriðja sæti riðils-6 með eitt stig eftir tvo leiki en Spánn er með sex. Í öðru sæti er Belgía með eitt og í neðsta sæti er Norður-Írland án stiga. 

Íslenska liðið mætir Norður-Írlandi ytra í næsta leik sínum á miðvikudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert