Leikur Union Berlin og Bochum í þýsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvaður í rúman hálftíma eftir að Patrick Drewes, markvörður Bochum, fékk kveikjara í höfuðið.
Hinn 31 árs gamli Drewes þurfti læknisaðstoð eftir að kveikjara var kastað í höfuðið á honum á annarri mínútu uppbótartímans. Í kjölfarið var leikurinn stöðvaður og báðum leikmönnum skipað inn í búningsklefa.
Þegar flautað var aftur á ný til leiks fór Philipp Hofmann, framherji Bochum, í markið þar sem Drewes gat ekki haldið áfram leik og liðið var búið með skiptingarnar sínar.
Hvorugt lið gerði þó neina tilraun til að skora heldur sendu þau boltann á milli sín þar til flautað var til leiksloka. Leikurinn endaði 1:1.