Real Madrid mistókst að fara á topp spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu er liðið gerði 3: 3-jafntefli á móti Rayo Vallecano í kvöld.
Rayo Vallecano byrjaði leikinn betur, liðið var 2:0 yfir eftir 36 mínútur en Unai López og Abdul Mumin skoruðu mörk liðsins.
Real Madrid var ekki lengi að svara fyrir sig en Federico Valverde minnkaði muninn á 39. mínútu og Jude Bellingham jafnaði síðan metin á 45. mínútu.
Á 56. mínútu kom Brasilíumaðurinn Rodrygo Real yfir. Aðeins átta mínútum síðar jafnaði Isi Palazón metin fyrir Rayo Vallecano. Lokaniðurstaðan var því 3:3-jafntefli.
Real situr áfram í öðru sæti með 37 stig en Rayo Vallecano er í 13. sæti með 20 stig.