Freyr Alexandersson hefur verið rekinn sem þjálfari karlaliðs belgíska knattspyrnufélagsins Kortrijk.
Freyr tók við liðinu í janúar á þessu ári eftir góða tíma hjá Lyngby í Danmörku og bjargaði Kortrijk frá falli úr efstu deild á ótrúlegan máta.
Hins vegar hefur tímabilið í ár ekki verið samkvæmt væntingum hjá félaginu sem situr í 14. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 18 leiki.
Þá var aðstoðarþjálfari Freys Jonathan Hartmann einnig látinn fara.
Freyr hefur verið orðaður við íslenska karlalandsliðið, sem er enn í þjálfaraleit, að undanförnu.