Felldi tár yfir viðbrögðum andstæðinganna

Jesús Navas felldi tár.
Jesús Navas felldi tár. AFP/Oscar Del Pozo

Spænski knattspyrnumaðurinn Jesús Navas lék sinn síðasta leik á ferlinum er hann og liðsfélagar hans hjá Sevilla máttu þola tap gegn Real Madrid á útivelli í gær, 4:2.

Fyrir leik stóðu bæði leikmenn og stuðningsmenn Real upp fyrir Navas og fögnuðu honum vel og innilega.

Tilfinningarnar báru Navas ofurliði því hann brast í grát yfir viðbrögðum andstæðinganna.

„Ég hef aldrei séð svona áður hjá stuðningsmönnum hins liðsins,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert