Brasilíumaðurinn Willian hefur ákveðið að rifta samningi sínum við gríska knattspyrnufélagið Olympiacos.
Willian gekk í raðir félagsins á frjásri sölu eftir tvö góð ár hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Hann lék þó aðeins ellefu leiki fyrir gríska liðið og tókst ekki að skora mark.
Willian, sem er 36 ára gamall, á langan feril að baki en á sínum tíma gerði hann garðinn frægan með Chelsea og varð tvívegis Englandsmeistari.
Þá lék hann einnig með Arsenal í heilt ár. Willian á að baki 70 landsleiki og níu mörk fyrir Brasilíu.