Mílanó grannaslagur í Sádi-Arabíu

Leikmenn AC Milan fagna sigrinum í Ríad í kvöld.
Leikmenn AC Milan fagna sigrinum í Ríad í kvöld. AFP/Fadel Senna

AC Milan tryggði sér sæti í úrslitum meistarabikars Ítalíu með því að leggja Juventus að velli, 2:1, í undanúrslitum í Ríad í Sádi-Arabíu í kvöld.

AC Milan mætir nágrönnum sínum í Inter Mílanó í úrslitaleik meistarabikarsins á mánudagskvöld.

Í kvöld var það Juventus sem náði forystunni þegar tyrkneski táningurinn Kenan Yildiz skoraði í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik jafnaði Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic metin fyrir AC Milan áður en Federico Gatti, varnarmaður Juventus, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok og tryggði þannig AC Milan sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert