Didier Deschamps hættir þjálfun karlaliðs Frakklands í fótbolta eftir heimsmeistaramótið á næsta ári.
Franski miðilinn L'Equipe greinir frá að Deschamps hafi ekki áhuga á að framlengja samning sinn við franska knattspyrnusambandið en núgildandi samningur gildir þar til eftir HM, sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Deschamps, sem er 56 ára, tók við franska liðinu árið 2012. Undir hans stjórn varð liðið heimsmeistari 2018 og vann Þjóðadeildina 2021. Þá komst liðið í úrlitaleik HM 2023 en tapaði fyrir Argentínu.
Hann er aðeins einn þriggja sem hefur unnið HM sem leikmaður og þjálfari en hann var í heimsmeistaraliði Frakka árið 1998 á heimavelli og var fyrirliði.