Kveðja Íslendinginn sem er án félags

Róbert Orri Þorkelsson er án félags.
Róbert Orri Þorkelsson er án félags. mbl.is/Eyþór

Norska knattspyrnufélagið Kongsvinger kvaddi í dag varnarmanninn Róbert Orra Þorkelsson en Róbert lék 22 leiki með liðinu á síðasta ári er hann var að láni frá Montreal, kanadíska félaginu sem leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Lánssamningurinn gildi út árið. Á sama tíma rann samningur hans við Montreal út og er Róbert því án félags sem stendur.

Kongsvinger mistókst að vinna sér inn sæti í efstu deild Noregs á síðasta tímabili, eftir tap í umspili, og vill Róbert reyna fyrir sér í sterkari deild en þeirri næstefstu í Noregi. Félagið útilokar þó ekki alfarið að Róbert komi aftur til Kongsvinger.

„Orri hefur tjáð okkur að hann vilji spila í sterkari deild. Hann hefur samt ekki fundið nýtt félag og staðan er opin,“ er haft eftir þjálfaranum Espen Nystuen á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert