Samningi James rift

James Rodríguez í leik með kólumbíska landsliðinu.
James Rodríguez í leik með kólumbíska landsliðinu. AFP/Raúl Arboleda

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn James Rodríguez hefur fengið samningi sínum við spænska félagið Rayo Vallecano rift eftir stutta veru.

James, sem er 33 ára gamall, samdi við Rayo í sumar eftir frábæra frammistöðu með Kólumbíu í Ameríkubikarnum í Bandaríkjunum, þar sem kólumbíska liðið hafnaði í öðru sæti.

Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano skýrir frá því á X-aðgangi sínum að James og Rayo hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi hans.

Því er Kólumbíumaðurinn laus allra mála og getur fundið sér nýtt félag þegar í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert