Arteta kvartar yfir boltanum

Martin Dúbravka og Jurrien Timber berjast um boltann í gærkvöldi.
Martin Dúbravka og Jurrien Timber berjast um boltann í gærkvöldi. AFP/Glyn Kirk

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir sína menn hafa átt í erfiðleikum með boltann sem notast er við í enska deildabikarnum í 2:0-tapi á heimavelli fyrir Newcastle United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi.

„Við skutum boltanum oft yfir markið, það er snúið á hversu mikið flug þessir boltar fara þannig að við getum gert betur í ýmsum smáatriðum. Þegar allt kemur til alls er ekki hægt að snúa aftur.

Þetta snýst um næsta leik og það er veröldin sem við stöndum frammi fyrir, raunveruleikinn er okkar heimur,“ sagði Arteta við fréttamenn eftir leikinn í gærkvöldi.

Boltinn sem notast er við í deildabikarnum er frá Puma á meðan boltinn sem stuðst er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. Spurður nánar út í Puma-boltann sagði Arteta:

„Hann er bara öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi þannig að maður aðlagar sig að því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert