Sænsk félög vilja Skagamanninn

Arnór Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Arnór Sigurðsson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er eftirsóttur af félögum í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er nú leikmaður Blackburn Rovers í ensku B-deildinni en samningur Arnórs rennur út í sumar.

Sænski miðillinn Fotbollskanalen skýrir frá því að Svíþjóðarmeistarar Malmö vilji fá hann til liðs við sig og að sömu sögu sé að segja af Djurgården og Norrköping, sem Arnór lék með árin 2017-2018 og 2022-2023.

Skagamaðurinn hefur einungis spilað fimm leiki fyrir Blackburn í B-deildinni á tímabilinu þar sem veikindi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert