Tjáði sig um Frey

Freyr Alexandersson var sérstaklega vinsæll hjá Lyngby í Danmörku.
Freyr Alexandersson var sérstaklega vinsæll hjá Lyngby í Danmörku. Anders Kjærbye

Freyr Alexandersson kemur til greina sem næsti þjálfari karlaliðs Brann í fótbolta og ræddi hann við forráðamenn félagsins í dag. Freyr er einnig einn þriggja sem kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari karla.

Emil Kornvig, sem leikur með Brann, þekkir Frey afar vel en þeir unnu saman hjá Lyngby í Danmörku.

„Hann er svalur gaur og góður þjálfari. Hann nær vel til leikmanna. Ég held hann muni smellpassa inn í hlutina hérna,“ sagði Kornvig við TV2 í Noregi.

„Hann kemur með mikla orku í sín lið og stuðningsmennirnir eru með honum í liði. Áhuginn á liðinu myndi aukast með komu Freys,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert