Norska knattspyrnufélagið Brann hefur boðið Frey Alexanderssyni starf sem þjálfari karlaliðs félagsins.
Staðarmiðillinn Bergens Tidende greinir frá. Freyr ræddi við félagið í gær og heillaði greinilega forráðamenn þess.
Ekki er búið að ganga frá ráðningunni en miðilinn segir félagið vera mjög nálægt því að ráða Frey til starfa en hann lét nýverið af störfum sem þjálfari Kortrijk í Belgíu.
Freyr var einn þriggja sem ræddi við KSÍ um starf landsliðsþjálfara karla. Arnar Gunnlaugsson ræddi einnig við sambandið og færist nær starfinu ef Freyr semur við Brann.